Nýliðar Hattar í Subway deild karla hafa framlengt samninga sína við þá Sigmar Hákonarson og Andra Björn Svansson fyrir komandi tímabil.

Báðir eru leikmennirnir að upplagi úr Hetti. Andri Björn lék fyrst með Hetti á síðasta tímabili í fyrstu deildinni, er liðið tryggði sig upp eftir sigur í úrslitakeppni deildarinnar. Sigmar er öllu reynslumeiri, hefur leikið með meistaraflokki félagsins frá árinu 2011 og er hann því einnig með reynslu frá síðustu ferðum liðsins upp í Subway deildina.