Deildarmeistarar Fjölnis hafa samið við Shanna Dacanay um að leika með liðinu á komandi tímabili í Subway deild kvenna.

Shanna kemur til Fjölnis frá ÍR líkt og nýr þjálfari þeirra Kristjana Eir Jónsdóttir. Með ÍR vann Shanna úrslitakeppni fyrstu deildar kvenna á síðustu leiktíð, en í úrslitunum skilaði hún 14 stigum, 3 fráköstum, 2 stoðsendingum og stolnum bolta að meðaltali í leik. Áður hefur Shanna einnig einnig leikið fyrir Breiðablik, Stjörnuna og Hauka í efstu deild.