Ármenningar tilkynntu fyrr í kvöld að liðið hafi endursamið við Schekinah Bimpa um að snúa aftur og leika með félaginu á komandi leiktíð.

Shak átti frábært tímabil í liði deildarmeistaranna. Bimpa lauk leik í 1. deild kvenna með 29,5 stig, 15,1 frákast og 3,3 stolna bolta að meðaltali í leik fyrir liðið.

Í tilkynningu Ármenninga segir:

Við erum gríðarlega ánægð með að Shak snúi aftur til félagsins en auk óumdeilanlegra hæfileika hennar innan vallar reyndist hún frábær utan vallar. Væntingarnar eru miklar en stefnan er sett á að gera enn betur á komandi leiktíð og mikilvægur liður í því að semja á ný við Shak sem var eftirsótt í sumar.

Við hlökkum til komandi tímabils og bjóðum Shakinuh Bimpa velkomna á ný í dalinn