Landsliðskonan Sara Rún Hinriksdóttir hefur yfirgefið CS Phoenix Constanța í Rúmeníu og mun ganga til liðs við ítalska liðið Faenza fyrir komandi tímabil. Staðfestir Sara þetta í samtali við Körfuna fyrr í dag.

Sara Rún átti einkar gott tímabil fyrir Phoenix á síðasta tímabili og var einnig valin körfuknattleikskona ársins á Íslandi. Faenza leika í efstu deild ítalska boltans, Serie A1, en á síðasta tímabili missti liðið af sæti í úrslitakeppninni eftir að hafa endað í 10.-11. sæti deildarkeppninnar með 8-18 árangur.