Hrunamenn hafa samið við Sam Burt fyrir komandi átök í fyrstu deild karla.

Sam er 28 ára, 200 cm framherji frá Bandaríkjunum, sem þó einnig hefur ungverkst vegabréf. Síðan hann kláraði Fresno Pacific háskólann í Bandaríkjunum árið 2018 hefur hann leikið með nokkrum liðum í Evrópu, nú síðast með Verona í ítölsku C deildinni.

Tilkynning:

Hrunamenn hafa samið við Sam Burt 200 cm háan framherja um að leika með liðinu í 1.deild á komandi tímabili. Sam hefur spilað víða í Evrópu síðan hann útskrifaðist frá Fresno í bandaríska háskólaboltanum. Síðast lék hann á Ítalíu með C deilarliði Verona þar sem hann spilaði vel. Sam er ætlað að hjálpa til í baráttunni undir körfunni og kemur auk þess með reynslu og þekkingu sem mun eflaust til með að efla okkar unga og efnilega lið áfram í átt að frekari framförum.