ÍR hefur framlengt samningi sínum við framherjann Sæþór Elmar Kristjánsson út næsta tímabil.

Sæþór hefur leikið fyrir meistaraflokk ÍR síðastliðin ár, en á síðasta tímabili skilaði hann 6 stigum, 3 fráköstum og stoðsendingu að meðaltali í leik. Samkvæmt fréttatilkynningu hlakkar Sæþór til að spila fyrir nýjan þjálfara ÍR Ísak Mána Wíum og enn frekar segir hann stefnuna vera að gera betur en síðustu tvö tímabil, þar sem að ÍR hefur misst af úrslitakeppninni tvö tímabil í röð.