Miðherjinn Ragnar Ágúst Nathanaelsson hefur samið við Hamar um að leika með þeim á komandi leiktíð í fyrstu deild karla. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í dag.

Ragnar, sem að upplagi er úr Hamri, kemur til liðsins frá Stjörnunni í Subway deildinni, en síðan hann lék síðast fyrir Hamar hefur hann einnig leikið með Haukum, Val, Njarðvík og Þór á Íslandi og nokkrum liðum í Svíþjóð og á Spáni. Þá hefur hann leikið 56 leiki fyrir Íslands hönd frá 2013-21.

Tilkynning:

Ragnar Ágúst hefur skrifað undir samning við uppeldisfélagið sitt Hamar um að leika með liðinu á komandi tímabili. Ragnar kemur frá Stjörnunni en frá því hann lék síðast með Hamri hefur hann leikið með Haukum, Val, Njarðvík og Þór Þorlákshöfn hér á landi í efstu deild, ásamt því að hafa spilað í Svíþjóð og á Spáni. Ragnar er sem fyrr segir uppalinn í Hamri en hann lék síðast með liðinu tímabilið 2012-13 og því eru 10 ár síðan Ragnar lék síðast í Hamri. Það ríkir mikill ánægja að fá Ragnar heim og hlökkum við en meira til næsta keppnis tímabils eftir undirskrift dagsins