Tindastóll hefur samið við þjálfarann Patrick Ryan fyrir komandi átök í fyrstu deild kvenna.

Patrick er gífurlega reynslumikill þjálfari sem hefur þjálfað frá árinu 1991. Hefur hann verið með karla og kvennalið í meistaraflokki í heimalandinu Svíþjóð ásamt því að hafa verið þjálfari yngri landslið þjóðarinnar.