Hér fyrir neðan eru nokkur af þeim atriðum sem Körfunni hafa borist til eyrna á síðustu dögum er varða leikmenn, þjálfara og félög á Íslandi. Tekið skal fram að hér er um að ræða óstaðfestar fregnir og því ber að taka þeim sem slíkum.

 • Styrmir Snær Þrastarson er enn orðaður við lið í Subway deild karla og nú er sagt að uppeldisfélag hans í Þór sé búið að blanda sér í baráttuna við Tindastól um að semja við hann

 • Þórsarar eru einnig, enn, sagðir á eftir Hilmari Péturssyni sem á síðustu leiktíð lék með Breiðablik, en er upphaflega úr Haukum

 • Þá er talið líklegt að Ísak Júlíus Perdue yfirgefi Þór fyrir Hamar í fyrstu deildinni

 • Oddur Rúnar Kristjánsson er sagður leita sér að liði í Subway deild karla, en fjögurra ára bann hans endar nú um mitt sumar, talið var næsta öruggt að hann færi í KR, en nú er það ekki talið líklegt

 • Álftanes eru sagðir á eftir Sveinbirni Jóhannessyni úr Breiðablik

 • Þá er Dúi Þór Jónsson einnig sagður líklegur til þess að ganga til liðs við Álftnesinga

 • Einnig er hefur heyrst að Sæþór Elmar Kristjánsson úr ÍR íhugi að færa sig á Álftanesið

 • Bandaríski leikmaðurinn Forrest Robinson er sagður undir smásjá nokkurra íslenskra liða, Grindavík, KR og Hauka en hann lék síðast fyrir lið á Maldíveyjum

 • Leikmaður Íslandsmeistara Njarðvíkur Lára Ösp Ásgeirsdóttir er sögð skoða möguleika á að halda vestur um haf í bandarískan háskóla

 • Njarðvíkurkonur eru einnig sagðar á lokametrunum við það að klára að semja á nýjan leik við portúgalskan framherja sinn Lavína da Silva

 • Jóhann Ólafsson er sagður næsta öruggur sem þjálfari Grindavíkur í Subway deild karla á næsta tímabili

 • Keflavík eru sagðir í viðræðum við Arnór Daða Jónsson um að hann verði næsti aðstoðarþjálfari liðsins í Subway deild kvenna

 • ÍR missti Kristjönu Eir Jónsdóttur þjálfara sinn til Fjölnis nú um helgina, en félagið er sagt vera á eftir Rúnari Ólasyni til þess að fylla skarð hennar fyrir komandi tímabil í Subway deild kvenna

 • Systir Kristjönu, leikmaður ÍR, Irena Sól Jónsdóttir er sögð óviss um hvort hún leiki á næsta tímabili

 • Íslandsmeistarar Vals eru sagðir á eftir bæði Þóri Guðmundi Þorbjarnarsyni frá Landstede Hammers og Brynjari Þór Björnssyni úr KR

 • Þá hefur það heyrst að Hjálmar Stefánsson sé líklegur til þess að ganga aftur í raðir uppeldisfélags síns Hauka

 • Miðherji Stjörnunnar Ragnar Nathanaelsson er einnig sagður óviss með hvar hann leiki á næsta tímabili, en bæði komi KR og nýliðar Hauka til greina ásamt uppeldisfélagi hans í Hamri

 • Elín Sóley Hrafnkelsdóttir er áfram sögð á heimleið og að hún sé að velja á milli Breiðabliks og Vals fyrir komandi tímabil í Subway deild kvenna

 • Ólafur Þorri Sigurjónsson er sagður óviss með hvar hann ætli að spila á næsta tímabili, en hann er þó talinn líklegur til þess að framlengja við Skallagrím

Orðið á götunni er einungis til gamans og ef fólk hefur ábendingar um slúður skal hafa samband á karfan@karfan.is