Grindavík hefur samið við fjóra leikmenn fyrir komandi átök í Subway deild karla samkvæmt heimildum Körfunnar.

Ólafur Ólafsson, Kristófer Breki Gylfason og Hinrik Hrafn Bergsson framlengja allir samningum sínum við félagið. Þá endurheimtir Grindavík Braga Guðmundsson aftur frá Haukum, en hann lék með fyrstu deildar meisturum Hauka á síðasta tímabili.

Grindavík tilkynnti á dögunum að Jóhann Þór Ólafsson myndi á nýjan leik taka við þjálfun félagsins, en liðið hafnaði í 7. sæti Subway deildarinnar á síðustu leiktíð og voru slegnir út af Þór í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.