Ólafur Ingi Styrmisson hefur samið við Keflavík í Subway deild karla til næstu tveggja ára.

Ólafur Ingi kemur til Keflavíkur frá Fjölni, en þar skilaði hann 12 stigum og 7 fráköstum að meðaltali í leik á síðasta tímabili þar sem hann var valinn í fimm manna úrvalslið deildarinnar að tímabili loknu. Ásamt því að hafa leikið upp alla yngri flokka og með meistaraflokki Fjölnis á síðustu árum hefur Ólafur leikið með öllum yngri landsliðum Íslands.

Tilkynning:

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur samið við unglingalandsliðsmanninn Ólaf Inga Styrmisson um að leika með liðinu næstu tvö árin. Ólafur Ingi kemur frá Fjölni þar sem hann skilaði 12,3 stigum og 7,3 fráköstum að meðaltali í leik í 1. deild en það skilaði kappanum í fimm manna úrvalslið deildarinnar. Ólafur þykir mikill leiðtogi en þessi 19 ára gamli og 200 cm framherji þykir einn fremsti leikmaður 2003 árgangsins en hann hefur verið frábær með yngri landsliðum Íslands og Fjölni undanfarin ár.