Aþena hefur samið við Nerea Brajac fyrir komandi átök í fyrstu deild kvenna.

Nerea er 173cm bakvörður og er fædd í Bandaríkjunum, en er með evrópskt vegabréf. Kláraði hún fjögur ár hjá Georgian Court Lions í bandaríska háskólaboltanum, þar sem hún var meðal annars liðsfélagi Hönnu Þráinsdóttur. Á síðasta tímabili, 2021-22 skilaði Nerea 8 stigum, 5 fráköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali í leik.