Nebojsa Knezevic hefur samið við ÍA um að þjálfa lið þeirra á komandi tímabili í annarri deild karla.

Nebojsa kemur til félagsins frá Skallagrím, þar sem hann þjálfaði meistaraflokk kvenna á síðasta tímabili í Subway deildinni. Nebojsa ætti að vera aðdáendum kunnur, þar sem hann lék lengi fyrir bæði Skallagrím og Vestra, en hjá seinna félaginu þjálfaði hann einnig yngri flokka við góðan orðstýr.

ÍA verða aftur í annarri deildinni á næsta tímabili eftir eins árs ferð upp í fyrstu deildina, en eftir tímabilið 2020-21 fóru þeir upp um deild eftir að Reynir Sandgerði hafði sagt sæti sínu í þar lausu.