Mirza Sarajlija hefur samið við Hamar um að leika með liðinu á komandi tímabili í fyrstu deild karla.

Mirza kom fyrst til Íslands fyrir tveimur tímabilum, fyrst til að leika með Stjörnunni í Subway deildinni, en á síðustu leiktíð var hann á mála hjá Fjölni í fyrstu deildinni. Ásamt því að leika hér á landi hefur hann leikið í Rússlandi, Króatíu, Albaníu, Svartfjallalandi, Bosníu, Serbíu, Georgíu og heimalandinu Slóveníu. Mirza skilaði 20 stigum, 5 fráköstum og 5 stoðsendingum að meðaltali á ný liðnu keppnistímabili með Fjölni.