Shawn Faust hjá I-handle Basketball hélt þriggja daga námskeið sem fram fór Ásgarði daganna 27-29 Júní. Mikil ánægja var á meðal iðkenda á námskeiðinu. Boðið var upp á þrjá hópa sem var skipt upp eftir aldri. Shawn sýndi kunnáttu sína í kennslu á grunnatriðum körfuboltans þar sem leikmenn fengu að prófa öðruvísi æfingar í drippli, fótaburði, líkamsstyrk, sóknar hreyfingum og hinum ýmsu áskorunum sem hver einstaklingur þarf til að bæta leikinn sinn yfir sumarið.

Elvar Már og Martin kíktu í heimsókn og töluðu við iðkendur þar sem þeir fóru yfir sína leið og hvað þarf til að verða atvinnumenn. Þeir voru báðir yfir sig ánægðir með æfingarnar sem Shawn var að bjóða upp á og öfunduðu þá sem voru að taka þátt. Þeir hvöttu alla til að mæta og styðja við Landsliðið á föstudaginn þar sem liðið mætir Hollandi.

Það má segja að námskeiðið hafi heppnast gríðarlega vel og allir iðkendur voru ánægðir og ætla að skrá sig aftur þegar að Shawn kemur til Íslands.

I-Handle basketball þakkar Stjörnufólki, Körfunni.is og KKÍ fyrir samstarfið og minnir alla þá sem elska körfubolta á að “BASKETBALL NEVER STOPS”

Myndasafn frá námskeiðinu