Martin Hermannsson leikmaður íslenska landsliðsins og Valencia í ACB deildinni á Spáni er sagður vera reiðubúinn að taka á sig launalækkun til þess að halda áfram hjá félaginu samkvæmt Jaime March blaðamanni Blanquinegres á Spáni.

Martin meiddist nokkuð alvarlega nú í lok síðasta tímabils og verður líklega frá keppni fram á næsta ár, en samningar hans við félagið urðu lausir nú í sumar. Upphaflega kom Martin til Valencia árið 2020 og hefur hann síðan þá verið einn allra besti leikmaður liðsins.