Margrét Ósk Einarsdóttir hefur gengið til liðs við uppeldisfélag sitt, Val, en þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu á Facebook í dag. Margrét kemur til Valskvenna frá Fjölni þar sem hún hefur leikið við góðan orðstír frá árinu 2016.

Auk þess að leika með meistaraflokki félagsins mun Margrét koma að þjálfun yngri flokka hjá Val, en Margrét hefur þjálfað yngri flokka hjá Fjölni, auk þess sem hún stýrði b-liði félagsins um tíma.