Körfuknattleiksdeild Þórs hefur samið við bandaríska framherjann Maddie Sutton um að leika með liðinu í 1. deild kvenna næsta tímabil. 

Maddie er 24 ára gömul og 183 centímetra há. Næsta tímabil verður hennar annað ár í atvinnumennsku en á síðasta tímabili spilaði hún með liði Tindastóls eftir fjögur tímabil í háskólakörfuboltanum þar sem hún lék með Tusculum Pioneers. 

Á síðasta tímabili skoraði Maddie 27 stig að meðaltali í leik. Hún var frákastahæsti leikmaður 1. deildar kvenna með 20 fráköst í leik og næst framlagshæst með rúma 37 framlagspunkta í leik.