Njarðvík tilkynnti fyrr í dag að leikmaður þeirra Maciej Baginski hefði framlengt samningi sínum næstu tvö tímabilin.

Maciej er að upplagi úr Njarðvík og hefur leikið með meistaraflokki félagsins síðustu 10 tímabil, fyrir utan eitt ár með Þór í Þorlákshöfn. Í 23 leikjum með deildarmeisturum Njarðvíkur á síðasta tímabili skilaði Maciej 6 stigum og 2 fráköstum að meðaltali í leik.