ÍR hefur samið við Luciano Massarelli fyrir komandi tímabil í Subway deild karla.

Luciano kemur til félagsins frá Þór, þar sem hann skilaði 16 stigum, 4 fráköstum og 5 stoðsendingum að meðaltali á síðustu leiktíð, en Þórsarar enduðu í 2. sæti deildarkeppninnar á tímabilinu.

Luciano er annar Þórsarinn sem ÍR nær í þetta sumarið, en Ragnar Örn Bragason skipti einnig yfir í Breiðholtið á dögunum.