Samkvæmt nokkuð öruggum heimildum Karfan.is er mættur á landið enginn annar en  Lebron James ásamt spússu sinni. Óvitað er hvar Lebron og frú koma til með að gista á meðan þau eru á landinu en líkast til á þeim stöðum sem lítið fer fyrir þeim og þau fá frið og ró. Óvitað er einnig hversu lengi kappinn ætlar að eyða í sumarfríi sínu á Íslandi, sem hófst óvenju snemma þetta árið. 


Lebron þarf vart að kynna fyrir lesendum, einn af bestu körfuknattleiksmönnum samtímans og verður fróðlegt að fylgjast með á næstu dögum hvort myndir af kappanum náist hérlendis í fríi sínu og þá hvort hann bjóði einhverjum heppnum ungmennum í einn á einn eða léttan Asna.