Líkt og Karfan sagði fyrst miðla frá er einn besti leikmaður allra tíma, framherji Los Angeles Lakers LeBron James staddur á Íslandi þessa dagana, en samkvæmt heimildum mun hann vera í fríi með eiginkonu sinni Savannah James.

Samkvæmt nokkuð traustum heimildum munu skötuhjúin halda sig til á bújörð Depla á norðurlandi, sem er fyrsta flokks gisting fyrir vel efnaða ferðamenn. Eitthvað hafa þau þó verið á faraldsfæti í dag, líkt og sést hér fyrir neðan á mynd sem Karfan fékk senda af LeBron og Smára Stefánssyni eiganda The Cave People fyrir framan Laugarvatnshella, en Laugarvatnshellar eru manngerðir móbergshellar í Reyðarbarmi á Laugarvatnsvöllum, miðja leið milli Þingvalla og Laugarvatns.