Undir 18 ára stúlknalandslið Íslands lagði Noreg í dag í fyrsta leik sínum á Norðurlandamótinu 2022, 90-44. Leiknir eru fimm leikir á mótinu, en næst leikur Ísland gegn Danmörk á morgun.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Kristu Gló Magnúsdóttur leikmann Íslands eftir leik í Kisakallio. Krista átti flotta innkomu af bekknum fyrir Ísland í dag, skilaði 5 stigum og 2 fráköstum á rúmum 13 mínútum spiluðum.