Drengir fæddir árið 2007 úr KR lögðu í gær Uzice í æfingaleik í Serbíu, 51-54. KR eru þar staddir þessa dagana í æfingaferð sem skipulögð var af þjálfara KR Bojan Desnica, en þetta er tíunda ferðin sem hann fer með yngri flokka KR til æfinga í Serbíu.

Þetta árið taka strákarnir þátt í Red Star basketball camp í borginni Zlatibor. Uzice liðið sem þeir léku við í gær voru strákar fæddir árið 2006 og á liðið heimavöll í næsta bæ við Zlatibor.

Hér fyrir ofan má sjá mynd af liðunum tveimur sem tekin var eftir leik.