Bakvörður Vestra Ken Jah Bosley hefur lag skóna á hilluna 27 ára gamall. Staðfestir leikmaðurinn þetta á samfélagsmiðlum nú í gær.

Ken Jah kom til Vestra fyrir tímabilið 2020-21 og var lykilmaður í liði þeirra sem vann sig upp í Subway deildina fyrir síðustu leiktíð. Vestri fór beint aftur niður í fyrstu deildina á 2021-22 leiktíðinni, en Ken Jah skilaði 17 stigum, 3 fráköstum og 4 stoðsendingum að meðaltali í leik.

Áður en að Ken Jah kom til Íslands hafði hann leikið sem atvinnumaður í Palestínu, Lúxemborg og Ástralíu.