Leikmaður Grindavíkur í Subway deild kvenna Jenný Geirdal Kjartansdóttir hefur ákveðið að halda vestur um haf fyrir næsta tímabil þar sem hún mun leika með skólaliði Rowan University.

Jenný er að upplagi úr Grindavík og lék upp yngri flokka og með meistaraflokki félagsins. Á síðustu leiktíð skilaði hún að meðaltali 5 stigum og 4 fráköstum í leik fyrir nýliðana í Subway deildinni.

Skólinn sjálfur er staddur í New Jersey ríki á austurströnd Bandaríkjanna og eru lið hans í þriðju deild háskólaboltans.

Tilkynning:

ANSAathletics kynnir með stolti að körfuknattleikskonan Jenný Geirdal Kjartansdóttir leikmaður Grindavíkur mun nema við og spila með körfuknattleiksliði Rowan University í New Jersey í Bandaríkjunum frá og með næsta hausti. Rowan háskólinn spilar í New Jersey Athletic deildinni.
Jenný sem hefur spilað allan sinn feril með yngri flokkum Grindavíkur og nú seinast í meistaraflokki félagsins í Subway deild kvenna þar sem þessi 1.77 cm framherji skilaði 5 stigum 4 frásköstum á leik. Jenný mun halda utan nú í haust til spila með “uglunum” við Rowan háskóla. Nemendur í Rowan háskólanum telja um 20 þúsund. Skólinn býður upp á rúmlega 100 námsbrautir og öll námsstig – bachelor, meistara og doktorsnám, en tveir spítalar eru hluti af skólakerfinu og námsbrautum tengdum heilbrigðnáminu við Rowan.