Sameinað lið Hamars og Þórs hefur samið við Jenna Mastellone um að leika með liðinu á komandi tímabili í fyrstu deild kvenna.

Jenna er 178 cm bakvörður sem kemur til Hamars/Þórs beint úr háskólaboltanum í Bandaríkjunum, en á síðasta tímabili lék hún með St. Francis háskólanum í New York. Þar skilaði hún 10 stigum að meðaltali í leik á sínu síðasta tímabili.