Bakvörður Tindastóls í Subway deild karla Javon Bess mun ekki verða með liðinu á næstu leiktíð samkvæmt heimildum Körfunnar.

Javon mun hafa samið við Goettingen í þýsku úrvalsdeildinni fyrir næstu leiktíð. Í 35 leikjum með Tindastóli á síðasta tímabili skilaði hann 19 stigum, 6 fráköstum, 2 stoðsendingum og 2 stolnum boltum, en liðið fór alla leið í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn, þar sem þeir lutu í lægra haldi gegn Val.