Isabella Ósk Sigurðardóttir og South Adelaide Panthers lögðu Eastern Mavericks nokkuð örugglega í dag í NBL1 deildinni í Ástralíu, 84-40.
South Adelaide eru eftir leikinn í efsta sæti miðhluta deildarinnar með níu sigra eftir fyrstu ellefu leikina.
Á tæpum 26 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Isabella 13 stigum, 11 fráköstum, 2 stoðsendingum, 3 stolnum boltum og 3 vörðum skotum.
Næsti leikur Isabellu og South Adelaide er þann 2. júlí gegn Forestville Eagles.