Isabella Ósk Sigurðardóttir og South Adelaide Panthers lögðu North Adelaide Rockets í miðdeild áströlsku NBL1 deildarinnar, 59-89.

South Adelaide eru eftir leikinn í efsta sæti deildarinnar með átta sigra og eitt tap það sem af er tímabili.

Isabella var komin í byrjunarlið liðsins í aðeins sínum öðrum leik og skilaði 12 stigum, 8 fráköstum, stoðsendingu, 3 stolnum boltum og vörðu skoti.

Næsti leikur Isabellu og South Adelaide er þann 18. júní gegn Norwood Flames.

Tölfræði leiks