ÍR hefur framlengt samninga sína við fimm efnilega leikmenn fyrir komandi tímabil í Subway deild karla.

Um ræðir þá Aron Orra Hilmarsson (f. 2004), Friðrik Leó Curtis (2005), Jónas Steinarsson (2003), Óskar Víking Davíðsson (2005) og Stefán Orra Davíðsson (2006). Allir eru þeir uppaldir hjá félaginu og hafa margir hverjir látið til sín taka með yngri landsliðum Íslands á síðustu árum.