Ármann hefur samið við efnilegan leikmann um að leika með liðinu á næstu leiktíð. Liðið sem tapaði í oddaleik um sæti í efstu deild á síðustu leiktíð og varð deildarmeistari ætlar sér enn stærri hluti á næstu leiktíð. Félagið tilkynnti þetta fyrir stundu.

Ingunn Erla Bjarnadóttir hefur ákveðið að söðla um og leika með Ármanni á næstu leiktíð. Ingunn kemur frá liði Vals þar sem hún lék á síðustu leiktíð. Hún hefur verið í kringum yngri landslið Ísland síðustu árin og var í vetur í æfingahóp U18 landsliðsins en er þó á yngra ári.

Í tilkynningu Ármanns segir: “Við bjóðum Ingunni innilega velkomna til Ármanns og hlökkum til samstarfsins við þennan gríðarlega efnilega leikmann sem við erum mjög stolt af því að velja okkar félag til að taka næsta skref à ferli sínum.”