Shawn Faust heldur námskeiðið I-Handle í Ásgarði daganna 27-29 júní.  Shawn Faust hefur þjálfað NBA leikmenn sem dæmi, Killian Hayes – Detroit Pistons, Dwayne Bacon – Orlando Magic / AS Monaco, Tony Bradley – Chicago Bulls.  Shawn þjálfar einnig atvinnumenn sem spila í Evrópu og  leikmenn úr háskólaboltanum sem vilja bæta leikinn sinn. 

Shawn er frá Flórída þar sem hann lék með University of West Florida, hann spilaði atvinnumannabolta í Evrópu og Suður Ameríku ásamt því að spila í NBA G-league.

Skráningin á námskeiðið er á fullu og er orðið uppselt í námskeiðið fyrir 11-14 ára en það eru örfá sæti laus í hópinn 15-20 ára. 

Hægt er að skrá sig á þennan link

Skráning

Shawn mun einnig bjóða meistaraflokks leikmönnum uppá styttri æfingar á milli 19:00-20:30 í Ásgarði, hægt er að skrá sig á þennan link

Skráning MFL leikmanna

Allar nánari upplýsingar er að finna hér. Einnig er hægt að hafa samband í pósti: hifbasket3@gmail.com

Shawn er á flakki um evrópu í sumar og erum við heppin að fá svona þjálfara til að stoppa við á Íslandi. Hann byrjar í dag með námskeið í Austurríki og endar hann túrinn í Frakklandi. Dagskráin hans er annars svona:

Austurríki 16. Júní

Króatía 17. Júní

Slóvenía 18-23 júní

Ísland 24 júní – 2 júlí 

Danmörk 3-10 júlí

Ítalía 11-14 júlí 

Frakkland 15-23 júlí