Stjarnan hefur framlengt samningi sínum við Hlyn Bæringsson og mun hann leika með liðinu út næsta tímabil. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í dag.

Hlynur hefur leikið með Stjörnunni síðan hann kom frá Svíþjóð tímabilið 2016-17, en á þeim tíma hefur hann í þrígang unnið bikarmeistaratitilinn með félaginu. Í 22 leikjum með félaginu á síðustu leiktíð skilaði Hlynur 8 stigum, 8 fráköstum og 4 stoðsendingum að meðaltali í leik.

Tilkynning:

Hlynur Elías Bæringsson hefur skrifað undir nýjan samning við Stjörnuna fyrir næsta tímabil.
Hlynur kom til Stjörnunnar úr atvinnumennsku í Svíþjóð fyrir tímabilið 2016-2017. Síðan þá hefur hann leikið 152 deildarleiki og 19 bikarleiki fyrir félagið og þrisvar hampað bikarmeistaratitli með Stjörnunni.