Undir 18 ára drengjalið Íslands lagði Danmörku rétt í þessu í öðrum leik sínum á Norðurlandamótinu í Kisakallio, 71-75. Drengirnir því komnir með tvo sigra í fyrstu tveimur leikjunum, en í gær lögðu þeir Noreg.

Gangur leiks

Danir höfðu yfirhöndina í byrjun leiks. Fara mest 10 stigum á undan í fyrsta leikhlutanum, en þegar leikhlutinn er á enda er staðan 22-16. Með öflugu 12-4 áhlaupi í byrjun annars leikhlutans nær Ísland að komast yfir, 26-28. Danir svara því með 16-8 áhlaupi og er munurinn áfram 6 stig þegar að liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 42-36.

Nokkuð var farið að bera á villuvandræðum hjá íslenska liðinu eftir fyrstu tvo leikhlutana, en bæði Almar Atlason og Daníel Halldórsson voru komnir með þrjár villur í hálfleik.

Áfram halda Danir forskoti sínu í upphafi seinni hálfleiksins. Bæta aðeins í um miðjan þriðja leikhlutann og eru 11 á undan fyrir lokafjórðunginn, 59-48. Með frábæru áhlaupi í upphafi fjórða leikhlutans nær Ísland að koma forskoti Dana niður í 3 stig með aðeins 5 mínútur eftir, 63-60. Ísland nær svo loksins að komast stigi yfir þegar rúmar tvær mínútur eru eftir með laglegri körfu frá Hilmi Arnarsyni, 65-66. Í næstu sóknum á eftir heldur vörnin og Hilmir setur 5 stig í viðbót fyrir Ísland, sem ásamt vítum frá Almari Atlasyni sigla sigur Íslands í höfn, 71-75.

Atkvæðamestir

Daníel Halldórsson var atkvæðamestur fyrir Ísland í dag með 13 stig, 8 fráköst og 4 stolna bolta. Þá bætti Hilmir Arnarson við 15 stigum.

Kjarninn

Það er alveg hægt að segja að drengirnir hafi verið óheppnir lengi vel framan af leik í dag. Lítið að detta hjá þeim og að er virtust undir álögum hvað varðaði það að ná sér í allskonar villur. Gjörsamlega frábær fjórði leikhluti sem keyrður var áfram að Hilmi Arnarsyni og stórkostlegri vörn undir lokin voru það sem skóp sigur liðsins. Virkilega vel gert hjá drengjunum, sem sýndu allir sem einn mikinn karakter þegar mest skipti máli.

Hvað svo?

Næsti leikur drengjanna er kl. 15:00 á morgun að íslenskum tíma gegn Eistlandi.

Tölfræði leiks

Myndasafn