U16 landslið kvenna tók á móti Danmörku í dag. Erfið byrjun setti tóninn fyrir leikinn, og þrátt fyrir að vinna lokaleikhlutann 19-10 töpuðu þær gegn sterkum Dönum. Liðið keppir gegn Eistlandi á morgun í spennandi leik.

Eins og kom fram í umfjöllun um leik liðsins í gær, meiddist Heiður Hallgrímsdóttir á fæti í upphitun og missti af leiknum. Í dag fór hún í myndatöku og kom þar í ljós að hún er með sprungu í hægri fæti. Hún verður því miður ekki með það sem eftir er móts. Karfan mun fjalla ítarlegar um þetta mál þegar færi gefst.

Gangur leiksins

Leikurinn byrjaði mjög hægt þar sem aðeins 4 stig voru skoruð fyrstu fjórar mínútur. Óþarfa mistök og sterk pressuvörn Danmerkur urðu til þess að Danir náðu ágætis forskoti og staðan eftir fyrsta leikhluta 10-17.

Annar leikhluti spilaðist að miklu leiti á gólfinu. Þ.e. leikmenn beggja liða klesstu saman ítrekað og féllu við, og bæði lið komin í bónus á innan við fimm mínútum. Danir héldu stöðugu striki og veiddu sífelldar villur gegn ráðalausum Íslendingunum. Íslensku stelpurnar hittu ekki úr skoti utan af velli fyrr en fjórar mínútur voru eftir af hálfleiknum. Staðan í hálfleik 17-36 fyrir Danmörku.

Í þriðja leikhluta virtist sem að lítið hafi breyst hugarfarslega hjá Íslendingunum. Áfram héldu mistökin og klaufaleg brot leiddu til þess að Ísland hafði fengið dæmdar á sig fjórar villur á fyrstu þremur mínútunum. Þær dönsku leystu pressu Íslendingana jafn vel og þær spiluðu hana sjálfar og staðan fyrir lokaleikhlutann 29-54.

Ísland byrjaði fjórða leikhlutann af krafti og skoruðu 10 stig í röð, þar af tvo þrista frá fyrirliða liðsins, Dzönu Crnac. Mathilda Sóldís setti þrist sem minnkaði muninn í 11 stig með tvær mínútur eftir, en lengra náði það því miður ekki og Ísland tapaði leiknum XX-XX

Atkvæðamestar

Mathilda Sóldís Hjördísardóttir átti góðan leik í dag með 22 stig, þar af þrjár þriggja stiga körfur í fjórða leikhluta, auk þess sem hún skoraði úr 9 af sínum 10 vítaskotum.

Hvað er næst?

Liðið keppir gegn Eistlandi á morgun kl 15:00 að íslenskum tíma.

Tölfræði leiks

Myndir úr leiknum