Þór hefur samið við miðherjann Fotios Lampropolus um að leika með liðinu næstu tvö tímabil í Subway deild karla. Staðfestir félagið þetta á samfélagsmiðlum fyrr í kvöld.

Fotios kemut til liðsins frá deildarmeisturum Njarðvíkur, þar sem hann skilaði 16 stigum, 10 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í 29 leikjum á síðustu leiktíð. Áður en hann kom til Njarðvíkur fyrir síðasta tímabil, hafði hann spilað með fjölmörgum sterkum liðum í evrópska boltanum frá árinu 2003.

Tilynning:

Þór Þorlákshöfn hefur samið við Fotios Lampropolus til tveggja ára. Fotios varð deildarmeistari með Njarðvík á síðasta tímabili með 16 stig og 10 fráköst í leik. Fotios hefur spilað víða á ferlinum, m.a. nokkur tímabil í efstu deild á Spáni. Fotios mun flytja með fjölskylduna í haust og við bjóðum þau hjartanlega velkomin í Hamingjuna.