Deildarmeistarar Fjölnis í Subway deild kvenna hafa framlengt samningum sínum við fjóra af efnilegri leikmönnum félagsins.

Þær Heiður Karlsdóttir, Bergdís Anna Magnúsdóttir, Stefanía Tera Hansen og Sigrún María Birgisdóttir munu allar vera áfram með liðinu á næsta tímabili. Fengu leikmennirnir nokkur tækifæri með liði Fjölnis í Subway deildinni, sem og léku þær stór hlutverk með b liði félagsins í fyrstu deild kvenna.