Emma Hrönn Hákonardóttir hefur samið við Hamar-Þór um að leika með liðinu á komandi tímabili í fyrstu deild kvenna.

Emma Hrönn kemur til félagsins frá deildarmeisturum Fjölnis í Subway deildinni þar sem hún hefur verið síðastliðin tvö tímabil, en að upplagi er hún úr Þorlákshöfn. Þá hefur hún verið hluti af yngri landsliðum Íslands, þetta sumarið sem leikmaður undir 18 ára liðs stúlkna.