Álftanes hefur framlengt samningi sínum við framherjann Cedrick Bowen til næstu tveggja ára.

Cedrick var stigahæsti leikmaður Álftnesinga á síðasta tímabili með 21 stig að meðaltali í leik, en liðið fór alla leið í úrslit fyrstu deildarinnar, þar sem þeir lutu í lægra haldi gegn Hetti.

Cedrick er reynslumikill leikmaður sem hefur leikið í hinni feykilega sterku efstu deild í Litháen. Auk þess hefur hann leikið í efstu deild í Búlgaríu og Svartfjallalandi svo dæmi séu tekin. Hann kom upphaflega til Íslands árið 2016 og lék þá með KR í efstu deild. Hann fór þaðan í Hauka áður en hann hélt til Búlgaríu.