Fyrstu deildar lið Skallagríms hefur á nýjan leik samið við Björgvin Hafþór Ríkharðsson um að leika með liðinu á komandi tímabili.

Björgvin Hafþór kemur til Skallagríms frá Grindavík, en síðast lék hann fyrir Borgnesinga tímabilið 2018-19. Ásamt því að spila fyrir Skallagrím tilkynnti félagið að Björgvin hefði einnig verið ráðinn til þess að þjálfa yngri flokka hjá þeim.

Tilkynning:

Körfuknattleiksdeils Skallagríms hefur náð samkomulagi við Björgvin Hafþór Ríkharðsson að spila og þjálfa í yngri flokkum fyrir félagið næsta vetur. Það eru gleðitíðindi að tilkynna ykkur að Björgvin snýr aftur heim eftir að hafa spilað og þjálfað síðustu tímabil með Grindavík.

Björgvin er varnarmaður góður og svakalegur íþróttamaður sem mun reynast okkur vel í baráttunni í fyrstu deildinni á komandi tímabili. Ávinningur félagsins er ekki einungis á keppnisvelli þar sem Björgvin er einnig mikill liðsmaður og frábær fyrirmynd.