Sjöttu árlegu BIBA búðirnar voru haldnar á dögunum að Meistaravöllum í Vesturbæ Reykjavíkur. Þetta voru fimm dagar af mikilli vinnu, hollustu, lærdómi og mikilli skemmtun. Allir krakkarnir tóku þátt í búðunum af áhuga og voru spennt að taka þátt í þeim. Líkt og áður voru það 100 krakkar sem fengu að taka þátt.

Að sjá sömu krakkana taka þátt 4 ár í röð í búðunum gerir okkur stolt en það hvetur okkur líka til að leggja hart að okkur og halda gæðum á hæsta stigi. Þetta árið vorum við með 10 þjálfara sem unnu að því kenna leikmönnum nýja færni og gerðu búðirnar sannarlega ógleymanlegar. BIBA þakkar KR fyrir að leyfa okkur að nýta aðstöðu þeirra.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá BIBA 2022: