Ármann skrifaði í kvöld undir samninga við lykilleikmenn sína til næstu ára. Liðið sem tapaði í oddaleik um sæti í efstu deild á síðustu leiktíð og varð deildarmeistari ætlar sér enn stærri hluti á næstu leiktíð. Félagið tilkynnti þetta fyrir stundu.

Þær Telma Lind Bjarkadóttir, Viktoría Líf Önnudóttir Schmidt, Hildur Ýr Káradóttir Schram og Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifuðu undir tveggja ára samning. 

Jónína hefur verið valin besti leikmaður 1. deildarinnar á lokahófi KKÍ síðustu tvö tímabil og gríðarlegur styrkur að halda henni. Telma Lind hefur tekið gríðarlegum framförum síðustu árum og verið eftirsótt af liðum eftir frammistöðu hennar á nýlokinni leiktíð. Þær Hildur og Viktoría hafa svo vakið athygli fyrir flotta frammistöðu síðustu ár og skipað sér sess sem lykilleikmenn liðsins. 

Í tilkynningu Ármanns segir:

Það er okkur gríðarleg ánægja að tilkynna að liðið hefur samið við fjóra öfluga leikmenn um að leika með liðinu áfram næstu tvö árin. 

Liðið ætlar sér stóra hluti á næstu leiktíð og verður spennandi að fylgast með þessu spennandi liði. Nánari fregnir af leikmannamálum liðsins koma á næstu dögum.