Hamar hefur samkvæmt heimildum Körfunnar samið við Benóný Svan Sigurðsson um að leika með liðinu á komandi tímabili í fyrstu deild karla.

Benóný er 20 ára gamall miðherji og kemur til Hamars frá uppeldisfélagi sínu ÍR. Á síðasta tímabili lék hann þó fyrir Hamar á venslasamning í fyrstu deildinni og skilaði 10 stigum og 6 fráköstum að meðaltali í leik.