Nýliðar Hattar í Subway deild karla hafa samið við þá Benedikt Þorvald Guðgeirsson Hjarðar og Gísla Þórarinn Hallsson fyrir komandi tímabil.

Báðir hafa leikmennirnir áður leikið með Hetti, en Benedikt kemur til félagsins frá Þór á meðan að Gísli var síðast á mála hjá Sindra í fyrstu deildinni.