Baldur Már Stefánsson hefur tekið við sem aðstoðarþjálfari ÍR fyrir komandi tímabil í Subway deild karla.

Baldur Már er að upplagi að norðan, en kemur til ÍR frá Fjölni í Grafarvogi, þar sem hann var aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla síðustu tvö tímabil ásamt því að vera með drengja og unglingaflokk. Þá hefur Baldur einnig verið aðstoðarþjálfari hjá yngri landliðum Íslands á síðustu árum.