Þór hefur samið við Alonzo Walker um að leika fyrir liðið á komandi tímabili í Subway deild karla.

Alonzo er 26 ára bandarískur framherji sem leikið hefur sem atvinnumaður í Slóvakíu og Georgíu síðan að hann kláraði Portland State háskólann árið 2020. Í 23 leikjum með Prievidza í Slóvakíu á síðustu leiktíð skilaði hann 13 stigum, 11 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í leik.