Hamar í Hveragerði hefur samið við Alfonso Birgir Söruson Gomes um að leika með liðinu á komandi tímabili í fyrstu deild karla.

Alfosnso kemur til liðsins frá ÍR, en er að upplagi úr KR. Lék hann 12 leiki fyrir Hamar á síðasta tímabili á láni frá ÍR, en í þeim skilaði hann 9 stigum að meðaltali í leik.

Tilkynning:

Alfonso Birgir Söruson Gomes, hefur skrifað undir samning um að leika með Hamri, en Alfonso kemur til liðsins frá ÍR. Alfonso sem kom á láni frá ÍR á síðasta tímabili hefur haft félagaskipti og er nú genginn í raðir Hamars. Alfonso skoraði að meðaltali 9,3 stig í leik í þeim 12 leikjum sem hann lék fyrir Hamar síðasta keppnistímabil ásamt því að taka 4 fráköst í leik. Alfonso er uppalinn í KR og gekk til liðs við ÍR árið 2020, en nú hefur hann ákveðið að færa sig yfir í blómabæinn og það er mikil ánægja að fá Alfonso í raðir okkar.