Hrunamenn hafa samið við Ahmad Gilbert fyrir komandi átök í fyrstu deild karla.

Ahmad er 25 ára, 201 cm bandarískur bakvörður sem kemur til liðsins frá Raiders Basket Jarvenpaa í Finnlandi, en á síðasta tímabili skilaði hann 22 stigum, 9 fráköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali fyrir þá í finnsku fyrstu deildinni.