Undir 18 ára drengjalið Íslands lagði Noreg í dag í fyrsta leik Norðurlandamótsins í Kisakallio, 103-76. Leikurinn sá fyrsti af fimm á mótinu, en á morgun etja drengirnir kappi við Danmörk.

Hérna er meira um leikinn

Karfan spjallaði við Ágúst Goða Kjartansson leikmann Íslands eftir leik í Kisakallio. Ágúst átti virkilega góðan leik fyrir Ísland í dag, skilaði 9 stigum, 5 fráköstum, 6 stoðsendingum og 2 stolnum boltum á rúmum 20 mínútum spiluðum.